Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Forseti Íslands heimsótti Garðaskóla í tilefni af Forvarnardeginum

12.10.2016 14:30
Forseti Íslands heimsótti Garðaskóla í tilefni af ForvarnardeginumÍ dag heimsótti forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, Garðaskóla í tilefni af Forvarnardeginum sem haldinn er ár hvert að frumkvæði forsetaembættisins. Dagskráin, sem ætluð var nemendum 9. bekkjar, tók 2 kennslustundir og fólst þátttaka nemenda meðal annars í því að svara spurningum í hópum um þá þrjá þætti, samveru með fjölskyldu og vinum, skipulagt íþrótta- og tómstundastarf og frestun þess að hefja áfengisneyslu, sem hafa samkvæmt rannsóknum skilað mestum árangri þegar kemur til forvarna á þessu sviði. Með þessari vinnu átta ungmenni sig oft á mikilvægi þessara þátta og verða meðvitaðir um hversu félagsleg tengsl skipta miklu máli. Í lok dagskrár horfði forsetinn á veglegt myndband, þar sem fyrirmyndir koma fram og segja sína sögu. Myndbandið má sjá hér:



Áður en forseti Íslands sleit dagskránni, spjallaði hann við nemendur 9. bekkjar um heima og geima, sem spurðu hann spjörunum úr, bæði um málefni er varðar forvarnir, embætti forsetans og ýmislegt annað. Létu nemendur mjög vel af heimsókn forsetans, sem sjálfur var nemandi í Garðaskóla á sínum tíma.
Til baka
English
Hafðu samband