Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Forvarnardagurinn 12. október 2016

11.10.2016 11:17
Forvarnardagurinn 12. október 2016

Forvarnardagurinn verður haldinn miðvikudaginn 12. október að frumkvæði forsetaembættisins. Með deginum er verið að koma á framfæri þremur heillaráðum sem rannsóknir hafa sýnt að geta stuðlað að því að ungmenni verða síður áfengi og fíkniefnum að bráð.

Dagskráin miðast við 9. bekk og mæta allir 9. bekkingar á sal, kl. 9:30. Dagskráin tekur tvær kennslustundir, þar sem net-ratleikur sem nemendur spreyta sig á (í sínum frítíma) verður kynntur, nemendur fara í umræðuhópa og loks ávarpar Forseti Íslands allan árganginn.

Nánar má fræðast um verkefnið á heimasíðu Forvarnardagsins, www.forvarnardagur.is.

Til baka
English
Hafðu samband