Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vel sótt námskynning í Garðaskóla

08.09.2016 12:16
Vel sótt námskynning í Garðaskóla

Fimmtudaginn 8. september var forráðamönnum boðið til námskynninga á sal skólans. Forráðamenn 8. bekkinga mættu beint á sal kl. 8.10 en forráðamenn 9.-10. bekkinga fóru fyrstu í umsjónarstofur og svo á sal.

 

Námskynningin var vel sótt en hún kom í stað kynningarfunda sem áður hafa verið haldnir með umsjónarkennurum í upphafi skólaárs. Kennarar tóku á móti gestum á kynningarborðum á sal skólans, sýndu námsefni og sögðu frá kennsluáætlunum vetrarins. List- og verkgreinakennarar buðu forráðamönnum að heimsækja sig í kennslustofur þar sem hægt var að skoða þá vinnuaðstöðu sem nemendur nýta til list- og verknáms. Á námskynningunni var lögð áhersla á að kynna skyldunámsgreinar í skólanum en valgreinar verða kynntar eftir áramótin.

 

Hægt er að sjá myndir frá námskynningunni í myndasafninu.

 
Til baka
English
Hafðu samband