Upplýsingar um matsölu nemenda skólárið 2016-2017
19.08.2016 13:53
Kæri foreldri/forráðamaður.
Nú þegar skólaárið 2016-2017 er að hefjast er gott að hafa í huga nokkur atriði:
- Skráning hefst mánudaginn 22. ágúst á www.skolamatur.is. Þar er einnig að finna nánari upplýsingar um skólamatinn.
- Áskrift frá fyrra vetri endurnýjast ekki sjálfkrafa og því þarf að endurnýja allar mataráskriftir nú í skólabyrjun. Mikilvægt er að skrá rétt bekkjarheiti nemanda.
- Afgreiðsla skólamáltíða hefst þriðjudaginn 23. ágúst. Mataráskriftir eru seldar í áskriftartímabilum en endurnýjast mánaðarlega út skólaárið sé þeim ekki sagt upp sérstaklega.
- Verð skólamáltíða er skv.gjaldskrá sveitarfélags, þ.e. verð fyrir hverja máltíð. Verðið í vetur er kr.474. Einungis er greitt fyrir mat þá daga sem skóli er skv. skóladagatali.
Hægt er að greiða með færslu af greiðslukorti, greiðslukröfu í heimabanka/netbanka, eða fá sendan greiðsluseðil. Gjalddagi er í upphafi hvers áskriftartímabils og er skólamatur því fyrirframgreiddur.
- Sérfæði vegna ofnæmis eða óþols er afgreitt gegn afhendingu læknisvottorðs. Ekki þarf að endurnýja læknisvottorð milli skólaára nema breyting hafi orðið á ofnæmi eða óþoli.
Ef spurningar vakna er hægt að hringja á skrifstofu Skólamatar í síma 420 2500 eða senda tölvupóst á skolamatur@skolamatur.is.
Með von um frábært samstarf,
Starfsfólk Skólamatar