Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upplestur á skólasafninu

13.11.2014 10:29
Upplestur á skólasafninuNemendur í 8. bekk hafa í haust lesið bækur úr bókaflokknum Rökkurhæðir í íslensku. Allir hafa lesið a.m.k. eina og margir tvær eða fleiri. Þann 12. nóv komu höfundar bókaflokksins, þær Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir í heimsókn á safnið og lásu upp úr nýjustu bók sinni fyrir nemendur í 8.bekk. Bókin er sú sjötta í bókaflokknum og heitir“ Vökumaðurinn“. Eftir upplesturinn gafst nemendum kostur á að spyrja um tilurð sagnanna, sögusvið og fleira sem tengist sögunum.
Til baka
English
Hafðu samband