Afmæli Garðaskóla
Afmæli Garðaskóla er haldið hátíðlegt þriðjudaginn 11. nóvember.
Afmælisnefndin tekur á móti öllum nemendum í upphafi skóladags (kl. 7.50-8.10) með smá glaðningi og myndatöku.
Í löngu frímínútum kl. 9.10 verður boðið upp á afmælisköku í gryfjunni.
Hátíðardagskrá hefst upp úr kl. 11.00 og fara nemendur út í Ásgarð þar sem skemmtun verður haldin. Í hádeginu fara nemendur aftur inn í skóla. Heitur matur hjá skólamat fellur niður og verður máltíðin endurgreidd áskriftarnemendum í næsta mánuði. Garðalundur selur pizzu og gos í staðinn og geta nemendur keypt miða fyrir þessu í öllum hléum í dag og í morgunmóttökunni á morgun. Pizza (2 sneiðar) og gos/sódavatn (1/2 líter) kostar 500 kr.
Kennsla hefst aftur kl. 13.15 og við vonum að allir njóti dagsins.
Besta kveðja,
afmælisnefndin og starfsfólk Garðaskóla