Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gagn og gaman í Garðaskóla

05.11.2014 19:13
Gagn og gaman í Garðaskóla

Núna standa yfir Gagn og gaman dagar í Garðaskóla. Þá er skólastarf brotið upp og nemendur taka þátt í skemmtilegum verkefnum í hópi félaga sinna. Allir árgangar skólans blandast saman í leik og gleði.  

Tónlist ómar um húsið, nemendur ferðast á athyglisverða staði og eru að skapa skemmtilega hluti í öllum skúmaskotum. Það er dansað, sungið, spilað og hlegið.

Í morgun fór einn hópur í heimsókn í golfklúbb Kóbavogs og Garðabæjar, hér má sjá frétt af heimasíðu GKG.

Myndir frá Gagn og gaman dögum birtast jafnóðum á myndasafni Garðaskóla.

Til baka
English
Hafðu samband