Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Viðbúnaður vegna óveðurs

10.03.2014 13:32
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur sent út viðvörun vegna óveðurs á höfðuborgarsvæðinu og á stormurinn að vera í hámarki milli kl. 15-17 í dag. Garðaskóli verður opinn eins lengi og þörf er á þannig að nemendur geti beðið af sér veðrið ef þeir þurfa og vilja. Við hvetjum foreldra til að vera í sambandi við börn sín eftir kennslu og gera með þeim áætlun um hvernig þau komast heim.

Nánari upplýsingar um ábyrgð viðbúnaðarstig vegna óveðurs og ábyrgð foreldra má lesa í leiðbeiningum frá slökkviliðinu.

Til baka
English
Hafðu samband