Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sjálfboðaliðastarf nemenda

19.12.2013 17:28
Sjálfboðaliðastarf nemendaSamhliða skólaþingi Garðaskóla var sjálfboðaliðaverkefni skólans sett af stað. Verkefnið var kynnt nemendum í öllum árgöngum á sal skólans. Öllum nemendum gefst kostur á að taka að sér sjálfboðaliðastörf sem skólinn skipuleggur í samstarfi við nokkra aðila. Á vorönn verða verkefni í boði í hverri viku og kynnt nemendum jafnóðum. Skráning mun fara fram á skrifstofu skólans og haft er samband við foreldra áður en nemendur fara af stað í verkefni.

Í þessari viku hafa um 40 nemendur tekið þátt í sjálfboðastarfi. Tveir hópar aðstoðuðu við matarúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands og 15 nemendur hafa heimsótt hjúkrunarheimilið Ísafold þar sem þeir hafa kynnst íbúum, bakað með þeim smákökur og tekið þátt í skemmtunum. Svipaður fjöldi seldi merki til fjáröflunar fyrir Fjölskylduhjálp Íslands.

Það hefur verið ákaflega ánægjulegt að senda nemendur af stað í verkefnin og heyra hversu ánægðir foreldrar eru með þessa viðbót við starf skólans.

Til baka
English
Hafðu samband