Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tilkynning

15.10.2008 10:51

Garðaskóla 15.október 2008

Tilkynning til foreldra og nemenda í 9. og 10.bekk Garðaskóla:
Menntamálaráðuneytið hefur nú gefið út formlega tilkynningu um að þeir nemendur sem þreyttu samræmd próf í 9. bekk sl. vor hafi val um hvort þeir þreyti samræmd könnunarpróf að vori 2009 eða ekki. Þetta er breyting á áður útgefnum reglum um að enginn nemandi væri þar undanskilinn.

Samræmd könnunarpróf verða síðan til framtíðar að hausti og þau fyrstu næsta haust þegar núverandi 9. bekkingar verða komnir í 10.bekk.

Nemendur í 9. bekk hafa ekki rétt til að þreyta samræmd könnunarpróf næsta vor.

Þeir nemendur sem nú stunda nám í svonefndum „flugferðum“ 9. bekkjar verða, eins og ávallt hefur tíðkast í Garðaskóla , metnir til setu í framhaldsskólaáföngum 10.bekkjar samkvæmt skólaeinkunnum vorsins.

Einkunnir úr samræmdum könnunarprófum 10.bekkjar verða ekki birtar á einkunnablöðum skólans en nemendur geta valið um hvort einkunnir þeirra í samræmdum prófum teknum í 9.bekk komi fram eða ekki. Einkunnablað með skólaeinkunnum berst öllum framhaldsskólum á rafrænan hátt.

Með samstarfskveðju

Ragnar Gíslason, skólastjóri Garðaskóla

Til baka
English
Hafðu samband