Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

08.05.2014

Vel heppnaðir Listadagar í Garðaskóla

Vel heppnaðir Listadagar í Garðaskóla
Listadagar voru haldnir í Garðaskóla 30. apríl og 2. maí. Nemendur unnu verkefni í fjölbreyttum smiðjum og höfðu allir, bæði nemendur og starfsmenn gagn og gaman að. Myndir frá listadögum má skoða í myndasafni.
Nánar
30.04.2014

Ánægjuleg heimsókn

Ánægjuleg heimsókn
Ánægjulegt var að fá Gunnar Einarsson bæjarstjóra í heimsókn í Garðaskóla í dag. Hópastarf listadaga var í fullum gangi og bæjarstjóri hlustaði meðal annars á frumsamda draugasögu sem drengir í 10. bekk fluttu með tilþrifum.
Nánar
25.04.2014

Hungurleikarnir

Hungurleikarnir
Hungurleikarnir er nýjasta leikverkið sem Garðalundur og Garðaskóli setja á svið og verður það frumsýnt í kvöld 25. apríl. Leikgerð og leikstjórn er í höndunum á Ragnheiði Dísu Gunnarsdóttur en tónlistarstjórn er í höndum Baldvins Eyjólfssonar...
Nánar
25.04.2014

Garðaskóli fær viðurkenningu frá Blátt áfram

Garðaskóli fær viðurkenningu frá Blátt áfram
Garðaskóli fékk sl. miðvikudag viðurkenningu á 10 ára afmæli Blátt áfram fyrir að hafa unnið að forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum með fræðslu frá Blátt áfram síðastliðin ár jafnt fyrir nemendur og starfsfólk.
Nánar
09.04.2014

Listadagar Garðaskóla – hópaval

Listadagar Garðaskóla – hópaval
Listadagar Garðaskóla verða haldnir 30. apríl og 2. maí. Að venju velja nemendur sér hópa til að starfa með en í þetta skiptið verður valið rafrænt.
Nánar
04.04.2014

„Manni getur alltaf liðið vel hérna hvort sem það er í kennslustundum eða í vinahópnum.“

„Manni getur alltaf liðið vel hérna hvort sem það er í kennslustundum eða í vinahópnum.“
Í hverjum mánuði er könnun Skólapúlsins lögð fyrir úrtak nemenda í Garðaskóla. Um 40 einstaklingar taka könnunina í hvert skipti þannig að allir nemendur svara henni einu sinni á hverju skólaári. Gæðanefnd og stjórnendur skólans fara yfir niðurstöður...
Nánar
01.04.2014

Frábær árangur Garðskælinga í Skólahreysti

Frábær árangur Garðskælinga í Skólahreysti
Undanúrslit Kópavogs, Garðabæjar og Mosfellsbæjar í Skólahreysti fóru fram þann 26. mars sl. í Smáranum í Kópavogi. Þangað mættu rúmlega 80 bláklæddir stuðningsmenn úr Garðaskóla, vel skreyttir og undirbúnir til þess að hvetja sitt fólk. Þessi...
Nánar
18.03.2014

Innritun í 8. bekk

Innritun í 8. bekk
Nú stendur yfir innritun í 8. bekk fyrir skólaárið 2014-2015. Garðaskóli heldur kynningarfundi fyrir nemendur fædda 2001 og foreldra þeirra þriðjudaginn18. mars og fimmtudaginn 20. mars kl. 17.30 bæði kvöldin. Fundirnir fara fram í stofu 301 í...
Nánar
18.03.2014

Fræðslufundur Grunnstoðar

Fræðslufundur Grunnstoðar
Mánudaginn 24. mars kl. 20-22 heldur Grunnstoð Garðabæjar Fræðslufund fyrir foreldra. Á fundinum verða kynntar forvarnir í eineltismálum og sagt frá samstarfsverkefni um jafnrétti, kynheilbrigði og velferð. Sjá nánar í auglýsingu.
Nánar
17.03.2014

Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning í Kórnum

Fimmtudaginn 6. mars var öllum nemendum Garðaskóla boðið í Kórinn í Kópavogi til að fylgjast með Íslandsmóti iðn- og verkgreina ásamt því að kynna sér námsframboð framhaldsskólanna.
Nánar
12.03.2014

Bilun í símkerfi

Bilun í símkerfi
Vegna bilunar í símkerfi Vodafone hefur verið erfitt að ná símasambandi við Garðaskóla í dag, miðvikudaginn 12. mars. Símhringingum sem komast ekki í gegn hjá skólanum er beint sjálfkrafa í þjónustuver Garðabæjar sem tekur niður skilaboð og kemur...
Nánar
10.03.2014

Viðbúnaður vegna óveðurs

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur sent út viðvörun vegna óveðurs á höfðuborgarsvæðinu og á stormurinn að vera í hámarki milli kl. 15-17 í dag. Garðaskóli verður opinn eins lengi og þörf er á þannig að nemendur geti beðið af sér veðrið ef þeir...
Nánar
English
Hafðu samband