Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

„Manni getur alltaf liðið vel hérna hvort sem það er í kennslustundum eða í vinahópnum.“

04.04.2014 17:54
„Manni getur alltaf liðið vel hérna hvort sem það er í kennslustundum eða í vinahópnum.“

„Manni getur alltaf liðið vel hérna hvort sem það er í kennslustundum eða í vinahópnum.“

(nafnlaus ummæli nemanda í Garðaskóla í könnun Skólapúlsins, febrúar 2014)

Í hverjum mánuði er könnun Skólapúlsins lögð fyrir úrtak nemenda í Garðaskóla. Um 40 einstaklingar taka könnunina í hvert skipti þannig að allir nemendur svara henni einu sinni á hverju skólaári. Gæðanefnd og stjórnendur skólans fara yfir niðurstöður jafnóðum og vinna úr ábendingum nemenda. Samantekt á niðurstöðum skólapúlsins skólaárið 2012-2013 má lesa á vef skólans.

Oft eru það opnu spurningarnar sem gefa mestar upplýsingar um skoðanir nemenda og ábendingar varðandi skólann. Þar birtist bæði uppbyggileg gagnrýni og málefnalegt hrós. Dæmi um gagnrýni sem birtist reglulega í könnuninni er t.d.:

  • „Hitastigið í skólanum er alltaf í rugli, mér er næstum alltaf annað hvort of heitt eða kalt.“
  • „Kennarar mættu tala meira saman sín á milli um próf og heimavinnu. Það er oft eins og hver kennari hugsi bara um sitt fag og gerir sér ekki grein fyrir því að við höfum nóg annað að gera í öðrum fögum líka.“

Dæmi um jákvæð ummæli nemenda eru t.d.:

  • „Það sem mér finnst gott við skólann minn er að mér finnst vera mikið og gott frelsi sem mér finnst æðislegt. Kennarar eru tilbúnir til að gefa mér auka aðstoð ef ég þarf á henni að halda eða hef dregist aftur úr. Félagsmiðstöðin er frábær og matsalan er mjög góð. Það er hlustað á mann ef maður hefur eitthvað að segja. Það er lítið sem ekkert einelti sem ég hef orðið vör við í skólanum. Margir kennararar eru frábærir. Mér finnst fleiri kostir við skólann minn en gallar.“
Til baka
English
Hafðu samband