Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ánægjuleg heimsókn

30.04.2014 15:47
Ánægjuleg heimsókn

Ánægjulegt var að fá Gunnar Einarsson bæjarstjóra í heimsókn í Garðaskóla í dag. Hópastarf listadaga var í fullum gangi og bæjarstjóri hlustaði meðal annars á frumsamda draugasögu sem drengir í 10. bekk fluttu með tilþrifum. Starfsfólk og nemendur tóku vel á móti Gunnari, sögðu frá starfi skólans. Leikhópur Garðalundar sagði frá sýningunni "Hungurleikarnir" sem nú er í gangi og bæjarstjóri verslaði glæsilegar múffur í öðru kaffihúsinu sem opið var í skólanum í dag.

Til baka
English
Hafðu samband