Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Listadagar Garðaskóla – hópaval

09.04.2014 03:36
Listadagar Garðaskóla – hópaval

Listadagar Garðaskóla verða haldnir 30. apríl og 2. maí. Hefðbundið skólastarf verður brotið upp og nemendum boðið upp á fjölbreytt hópastarf með tilvísun í sagnalist. 

Að venju velja nemendur sér hópa til að starfa með en í þetta skipti verður valið rafrænt. Upplýsingar um hópa og nánari upplýsingar um valið má sjá á listadagasíðu skólans.

Opið verður fyrir valið frá hádegi miðvikudaginn 9. apríl til hádegis föstudaginn 11. apríl. Allir nemendur þurfa að skrá val sitt innan þess tímabils. Vakni einhverjar spurningar má hafa samband við deildarstjóra eða kennsluráðgjafa.

Til baka
English
Hafðu samband