Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

23.11.2009

Frábær árangur í Stíl 2009

Frábær árangur í Stíl 2009
Stíll 2009 var haldin í Vetrargarðinum í Smáralind laugardaginn 21. nóvember á vegum Samfés. Keppt var í fathönnun, förðun og hárgreiðslu. Þema keppninnar í á var endurvinnsla.
Nánar
20.11.2009

Júdó í Garðaskóla

Júdó í Garðaskóla
Bjarni Friðriksson judo-kappi heimsótti alla hópa í ARL. Þessi heimsókn var mjög vel heppnuð og fengu allir að læra grunntökin í judo. Bjarni þjálfar landsliðið í judo og hvetur alla til að mæta á judoæfingu, upplýsingar á judo.is
Nánar
18.11.2009

Bekkjarkvöld hjá 9-SR:

Bekkjarkvöld hjá 9-SR:
Mánudaginn 16.nóvember hélt 9-SR bekkjarkvöld. Það voru Spilavinir sem komu í heimsókn og kynntu fyrir okkur nýjustu spilin.
Nánar
18.11.2009

Myndagetraun á skólasafninu

Myndagetraun á skólasafninu
Fyrsta myndagetraun vetrarins var í gangi á skólasafninu vikuna 9. – 13. nóvember. Að þessu sinni var það glærusýning með myndum af þekktum ferðmannastöðum á Ísland sem sýnd var í matarhléum alla vikuna. Sex nemendur voru með alla tíu staðina...
Nánar
16.11.2009

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu
Degi íslenskrar tungu hefur verið fagnað árlega síðan 1995. Hann er tileinkaður þjóðskáldinu Jónasi Hallgrímssyni og er ávallt haldinn á fæðingardegi hans, þann 16. nóvember. Í tilefni dagsins var dagurinn haldinn hátíðlegur í Garðaskóla.
Nánar
16.11.2009

Nemendaráðgjafar í heimsókn í Keflavík

Nemendaráðgjafar í heimsókn í Keflavík
Nemendaráðgjafar Garðaskóla ásamt námsráðgjafa fóru síðastliðinn föstudag í heimsókn til Keflavíkur. Þau vörðu deginum með nemendaráðgjöfum Holtaskóla þar sem hóparnir fengu sameiginlega fræðslu ásamt því að skoða skóla gestgjafanna og...
Nánar
11.11.2009

Til hamingju með daginn

Til hamingju með daginn
Garðaskóli á 43 ára afmæli í dag.
Nánar
10.11.2009

Dagur skólans er 11. nóvember - skólinn er 43 ára

Dagur skólans er 11. nóvember - skólinn er 43 ára
Í tilefni af afmælinu eiga allir nemendur að mæta kl. 8.10 hjá sínum umsjónarkennara og síðan er dagskrá í tilefni dagsins. Það má skilja skólatöskur eftir heima. Nemendur eru beðnir um að koma snyrtilega til fara.
Nánar
09.11.2009

Undirbúningur undir afmæli skólans

Undirbúningur undir afmæli skólans
Miðvikudaginn 11. ágúst heldur skólinn upp á afmælið sitt. Undirbúningsnefnd hefur verið við störf síðan í lok október. Þann 26. október hófust fundargerðir hjá afmælisnefnd skólans. Sú nefnd samanstóð af vasklegum og duglegum krökkum sem vildu...
Nánar
09.11.2009

Indlandsverkefni í 9.bekk

Í samfélagsfræði í 9. bekk erum við þessa daganan að vinna verkefni sem við köllum Daglegt líf í Indlandi. Í þessu verkefni vinna nemendur saman 2-3 að ritgerð og nota til þess internetið og önnur gögn og heimildir.
Nánar
02.11.2009

Forvarnir í Garðaskóla-jafningjafræðsla.

Forvarnir í Garðaskóla-jafningjafræðsla.
Nemendur tíundu bekkja Garðaskóla hafa unnið að forvarnarverkefnum um skaðsemi áfengis og tóbaks í síðustu lífsleiknitímum.Vinna þeirra er að skila sér í formi jafningjafræðslu,en í vikunni munu þau heimsækja nemendur áttundu og níundu bekkja
Nánar
02.11.2009

Tölum saman

Næstkomandi miðvikudag 4. nóvember fá nemendur í 9. bekk fræðsluna ,,Tölum saman“ sem snýst um málefni sem varða kynlíf og kynhegðun. Fyrirlesarar eru m.a. félagsráðgjafar og mannfræðingar. Árganginum er skipt upp í tvo hópa, stráka og stelpur...
Nánar
English
Hafðu samband