Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Frábær árangur í Stíl 2009

23.11.2009
Frábær árangur í Stíl 2009

Stíll 2009, keppni félagsmiðstöðva, var haldin í Vetrargarðinum í Smáralind laugardaginn 21. nóvember á vegum Samfés. Keppt var í fathönnun, förðun og hárgreiðslu. Þema keppninnar í á var endurvinnsla. Nemendur alls staðar af landinu tóku þátt og hafa keppendur aldrei verið eins margir.
Nemendur Garðaskóla fyrir hönd Garðalundar lentu í einu af efstu sætunum og fengu einnig 1. verðlaun fyrir vinnu á vinnumöppu. Frábær árangur annað árið í röð. Við óskum þeim Maríu, Sigrúnu Perlu og Sigurbjörgu Selmu til hamingju með sigurinn.

Til baka
English
Hafðu samband