Valgreinakynningar miðvikudaginn 14. febrúar
Miðvikudaginn 14. febrúar næstkomandi er nemendum í 8. og 9. bekk ásamt forráðamönnum boðið að koma og kynna sér þær valgreinar sem verða í boði skólaárið 2018-2019. Hægt verður að ræða við kennara og fá nánari upplýsingar um námið en kynningarnar fara fram á báðum hæðum skólans kl. 8:10-9:05.
Upplýsingar um valgreinar verða birtar á vef Garðaskóla þriðjudaginn 13. febrúar en valið sjálft fer fram í Innu og verður opnað fyrir það á www.nam.inna.is 14. febrúar. Lögum samkvæmt á fjöldi kennslustunda í töflu að vera 24-25 á viku auk yndislesturs og umsjónartíma, miðað við 55 mínútna kennslustundir.
Leiðbeiningar um val í Innu má finna á heimasíðu Garðaskóla. Nemendur eiga að þekkja lykilorð sitt að Innu. Ef það hefur glatast má hafa samband við kennsluráðgjafa (hildurr@gardaskoli.is).
Athugið að allir nemendur í 8. og 9. bekk eiga að vera búnir að velja fyrir mánudaginn 26. febrúar.