Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Valgreinar

Valgreinabæklingurinn er rafrænn og skiptist í yfirlit fyrir 9. bekk annars vegar og 10. bekk hins vegar. Valið fer fram á Innu og er hægt að nálgast leiðbeiningar um valið á heimasíðu Garðaskóla. Nemendur eiga að þekkja lykilorð sitt að Innu. Ef það hefur glatast má hafa samband við kennsluráðgjafa (hildurr@gardaskoli.is).

Í 9. og 10. bekk gefst nemendum kostur á að velja sér valgreinar. Tilgangurinn með auknu valfrelsi nemenda er að laga námið sem mest að þörfum einstaklingsins og miða við áhugasvið og framtíðaráform hans. Val nemenda fer fram í samvinnu við foreldra, kennara og námsráðgjafa.

Framboð valgreina er mismunandi á ári hverju. Nemendur velja þær greinar sem þeir hafa mestan áhuga á og síðan aðrar greinar til vara. Því miður er ekki hægt að verða við óskum allra en takmarkaður fjöldi kemst í hvern hóp. Mjög mikilvægt er að val nemenda sé vel ígrundað svo ekki þurfi að að gera breytingar eftir að búið er að útbúa stundatöflu fyrir hvern og einn.

Nemendur og foreldrar eru hvattir til þess að lesa vel valgreinabæklinginn og kynna sér upplýsingar um námsbrautir og inntökuskilyrði í framhaldsskóla á Menntagáttinni: https://www.menntagatt.is/

Námsráðgjafar veita ráðgjöf um námsval og einnig geta kennarar og stjórnendur aðstoðað nemendur og foreldra.

Undanþága frá valgrein 
Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla er skólastjóra heimilt að meta þátttöku í atvinnulífi, félagslífi, íþróttum eða skipulögðu sjálfboðastarfi sem nám í valgreinum á unglingastigi.  Í Garðaskóla er sótt um slíkt svigrúm á eyðublaði sem nálgast má á heimasíðu skólans. Áður en umsókn er skilað til deildarstjóra í Garðaskóla er nauðsynlegt að starfsmaður viðkomandi aðila kvitti á umsóknareyðublaðið fyrir því starfi sem unnið er og staðfesti þar með ábyrgð sína á því. Skólinn metur að hámarki 2 kennslustundir á viku með þessum hætti. 

Umsóknum um undanþágur frá valgreinum skal skila í síðasta 20. september á hverju ári.


 

 

 

 

English
Hafðu samband