Glæsilegur árangur Garðaskóla í keppninni Umhverfisfréttafólk
Í gær fór uppskeruhátíð verkefnisins Umhverfisfréttafólk fram. Af 10 hópum í úrslitum átti Garðaskóli fimm þeira, þar á meðal sigurhópinn.
Þær Hafdís, Lovísa Björt, Sóley og Íris Eva sigruðu keppnina með verkefninu sínu Diðrik flokkar. Ekki nóg með að hreppa fyrsta sætið hlaut Diðrik flokkar líka verðlaun í vali unga unga fólksins. Í umsögn dómnefndar um verkefnið þeirra sagði:
Í Diðrik flokkar er mikilvægum fróðleik um umhverfismál og skemmtilegum þrautum fléttað saman á eftirtektarverðan hátt. Myndirnar eru fallegar og valdeflandi fyrir lesendur að fá að takast á við vandann í gegnum þrautirnar. Boðskapurinn er skýr og gagnvirknin eykur á fræðslugildi bókarinnar. Það væri gaman að sjá hana bætast í flóru þrautabóka fyrir börn.
Nánar má lesa up uppskeruhátíð verkefnisins hér.