Starfsemi Garðaskóla í verkfalli
Eins og þið hafið eflaust tekið eftir í fjölmiðlum er verkfall skollið á í Garðskóla. Verkfallið er tímabundið og lýkur föstudaginn 21. febrúar eða fyrr ef samningar nást. Við erum þó ekki öll í verkfalli og því vil ég vekja athygli ykkar á eftirfarandi þjónustu sem helst óskert frá og með morgundeginum og á meðan verkfallið stendur yfir.
-
Bókasafn skólans er opið frá 9:00 - 11:30 alla virka daga.
-
Þroskaþjálfar eru ekki í verkfalli. Við hvetjum nemendur sem eru með tíma í töflu hjá Eydísi eða Vigdísi til að mæta í sína tíma.
-
Valgreinarnar „Félagsmálaval“ og „Rafíþróttir“ eru kenndar af starfsfólki Garðalundar og mun því kennsla í þeim halda áfram. Nemendur sem eru skráðir í þá valáfanga eru hvattir til að mæta á hefðbundnum tíma.
-
Valgreinin „Forritun“ er kennd af stundakennara sem er ekki í verkfalli og því mun kennsla halda áfram. Nemendur sem eru skráðir í forritun eru hvattir til að mæta á hefðbundnum tíma.
-
Starfsemi Garðalunda helst óbreytt meðan á verkfallinu stendur. Opið er alla daga frá 9:00 - 15:00 og eru nemendur hvattir til að kíkja í heimsókn og spjalla, spila eða hvað annað sem þeim dettur í hug til að drepa tíma. Einnig er Garðalundur með kvöldstarf á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum og klúbbakvöld á þriðjudögum og fimmtudögum.
-
Skólastjóri og skrifstofustjóri eru að störfum á hefðbundnum dagvinnutíma. Skólinn er opinn og nemendum er heimilt að koma í skólann og sækja dót sem þeir kunna að hafa gleymt i nemendaskápnum sínum
Í ljósi reynslu af verkfallinu fyrir áramót er rétt að taka það einnig sérstaklega fram að nemendur hafa ekki aðgang að íþróttahúsinu á meðan á verkfalli stendur, enda mega nemendur ekki vera það einir og án eftirlits kennara