Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Breyting á skólasetningu

21.08.2024 11:29
Breyting á skólasetningu

Tekin hefur verið ákvörðun um að

Frestunin er til komin vegna þess að í sumar hafa átt sér stað miklar framkvæmdir í skólanum og við þurfum einfaldlega einn dag í viðbót til að ná að koma öllu því í verk sem þarf áður en við tökum á móti nemendum. Ég minni á að síðastliðinn mánudag fenguð þið póst um TEAMS-fund sem haldinn verður í kvöld kl. 18:30 um stöðuna á framkvæmdum í Garðaskóla. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér betur stöðuna á framkvæmdum í skólanum eru eindregið hvattir til að taka þátt á fundinum.

En þá að fyrstu skóladögum nemenda

Á föstudaginn er skólesetning. Þá mæta allir nemendur í 8. bekk í Ásgarð kl. 10:00. Fyrir þá sem ekki vita er Ásgarður íþróttahúsið gegnt Garðaskóla. Við óskum þess að foreldri/forráðamenn fylgi sínu barni á skólasetninguna. Eftir stutt ávarp fara nemendur með sínum umsjónarkennara í sína umsjónarstofu og á meðan ræða skólastjórnendur stuttlega við foreldra/forráðamenn. Dagskrá fyrir bæði nemendur og foreldra/forráðamenn verður lokið laust fyrir klukkan 11:00.

Nemendur í 9. og 10. bekk eiga að mæta á skólasetningu í Ásgarði kl. 11:00. Eftir stutta athöfn fara nemendur heim, fyrir utan nýja nemendur í þessum árgöngum sem staldra við og hitta sinn umsjónarkennara.

Mánudaginn 26. ágúst er umsjónarkennaradagur, en þá mæta allir nemendur í sína umsjónarstofu kl. 8:10 og eru í dagskrá með sínum bekk til 14:15.

Þriðjudaginn 27. ágúst hefjum við svo kennslu samkvæmt stundaskrá.

fresta skólasetningu í Garðaskóla um einn dag. Nýtt skólaár hefst því föstudaginn 23. ágúst.

Til baka
English
Hafðu samband