Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fundur vegna húsnæðismála í Garðaskóla

18.08.2023 15:37

Kæra forráðafólk nemenda í Garðaskóla. Garðabær býður ykkur til foreldrafundar til að fara yfir stöðuna í húsnæðismálum skólans þriðjudaginn 22. ágúst kl. 17:00 í Sveinatungu á Garðatorgi 7.

Í vor var gripið til aðgerða vegna rakaskemmda í skólanum og í sumar hafa framkvæmdir og endurbætur á skólahúsnæðinu verið í fullum gangi. Við búumst við að fá allar kennslustofur afhentar eftir framkvæmdir fyrir upphaf skólastarfs, en vegna fjölda nemenda í skólanum þurfum við einnig að nýta færanlegar kennslustofur á skólalóðinni.

Á fundinum verður farið yfir framkvæmdirnar, hvernig þær standa í upphafi skólaársins, hvernig eftirfylgni verður með næstu mælingum og hvernig eftirliti með framkvæmdum er háttað. Fulltrúar verkfræðistofunnar Mannvits, umhverfissviðs Garðabæjar og fræðsluskrifstofu bæjarins verður á fundinum.

Öll velkomin, en einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í streymi á vef bæjarins (athugið að ekki verður hægt að spyrja spurninga á streyminu).

Þau sem ekki komast á fundinn geta sent inn spurningar fyrir hann á netfangið astasigrun@gardabaer.is.

Streymi á fundinn má nálgast hér: https://vimeo.com/event/3649976

 

Til baka
English
Hafðu samband