Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Upphaf skólaársins 2023 - 2024

10.08.2023 16:10

Skólaárið 2023- 2024 í Garðaskóla hefst miðvikudaginn 23. ágúst.

Nemendur í 8. bekk eiga að mæta í Gryfjuna kl. 9:00. Að lokinn skólasetningu halda nemendur í sína umsjónarstofu og verða í dagskrá með sínum umsjónarkennara þar til skóladegi lýkur kl. 12:00. Við hvetjum forráðafólk til að fylgja sínu barni á skólasetninguna. Eftir að nemendur hafa verið lesnir upp í bekki fá foreldrar stutta fræðslu frá skólastjórnendum. Áætlað er að kynningu fyrir foreldra verið lokið kl. 9:50.

Nemendur í 9. bekk eiga að mæta í Gryfjuna kl. 10:00. Að skólasetningu lokinni halda nemendur í sína umsjónarstofu. Skóladegi lýkur kl. 11:00.

Nemendur í 10. bekk eiga að mæta í Gryfjuna kl. 11:00. Að skólasetningu lokinni halda nemendur í sína umsjónarstofu. Skóladegi lýkur kl. 12:00.

- - - - - -

Fimmtudaginn 24. ágúst eiga allir nemendur að mæta í skólann í sína umsjónarstofu kl. 8:30. Skóladegi lýkur kl. 13:30.

- - - - - -

Föstudaginn 25. ágúst hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.

Til baka
English
Hafðu samband