Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dagskrárbreyting hjá 8. bekk á fimmtudaginn

07.03.2023 09:14

Nú er orðið ljóst að ekki mun verða skíðafært í Bláfjöllum í vikunni og því höfum við þurft að gera dagskrárbreytingu hjá 8. bekk næstkomandi fimmtudag. Í staðinn fyrir að halda útivistardag í Bláfjöllum verðum við með útivistardag hér í Garðaskóla.

Allir nemendur eiga að mæta í sína umsjónarstofu kl. 9:00 og taka við leiðbeiningum áður en þeir halda í spennandi ratleik um Garðabæ. Mikilvægt er að nemendur klæði sig vel og í samræmi við veður. Einnig þurfa nemendur að taka með sér nesti eða pening fyrir nesti þar sem búið var að afpanta mat frá Matartimanum þennan dag.

Skóladegi nemenda lýkur kl. 14:00.

Athugið að nemendur í 8. bekk mæta í skólann samkvæmt hefðbundinni stundaskrá á miðvikudag og föstudag.

Til baka
English
Hafðu samband