Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Öskudagur í Garðaskóla

20.02.2023 14:07
Öskudagur í Garðaskóla

Á miðvikudaginn er hefðbundinn skóladagur í Garðaskóla, fyrir utan það að við viljum auðvitað að sem flestir mæti í búning. Til að brjóta upp daginn fellum við niður kennslu kl. 10:25 og söfnumst saman í íþróttahúsinu þar sem félagsmálaval skólans hefur undirbúið sprell og leiki.

Verðlaun verða veitt fyrir glæsilegasta búninginn en að auki fær sá umsjónarbekkur þar sem flestir mæta í búning íspinnaveislu í verðlaun í umsjón á fimmtudaginn.

Til baka
English
Hafðu samband