Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Rýmingaræfing

12.11.2019 14:15
Rýmingaræfing

Rýmingaræfing fór fram í Garðaskóla í morgun. Æfingin gekk mjög vel. Nemendur voru afslappaðir og samheldnir og fylgdu þeim reglum sem fara þarf eftir ef rýma þarf skólann vegna bruna eða neyðar af öðru tagi. Markmið með rýmingaræfingum er að æfa viðbrögð á afslappaðan hátt, til að minnka líkur á óöryggi ef raunverulega hættu ber að.

Nemendur og starfsmenn fá stórt hrós fyrir fumlaus vinnubrögð á æfingunni í dag.

 

Til baka
English
Hafðu samband