Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Foreldraspjall á vegum foreldrafélags Garðaskóla

12.11.2019 07:48
Foreldraspjall á vegum foreldrafélags Garðaskóla

Foreldrafélag Garðaskóla stendur fyrir foreldraspjalli miðvikudaginn 13. nóvember og stendur frá kl. 20.00-21.30. Markmið fundarins er að hvetja foreldra 8., 9. og 10. bekkinga til að ræða saman um skólann, forvarnir, heilsu, samskipti og fleiri mikilvæg málefni er varða börnin okkar.

Fundurinn verður haldinn með þjóðfundasniði þar sem nokkur umræðuefni eru tekin fyrir og fólk flakkar á milli borða og svarar spurningum og ræðir saman.

Foreldraspjallið er tækifæri fyrir foreldra til að hittast og ræða málefni sem skipta börnin okkar máli. Lögð er áhersla á hvernig foreldrar geti verið samstilltari um ýmis mál er snúa að heilsu og samskiptum og eins hvernig skólinn og foreldrar geti staðið saman við að hlúa að börnunum okkar.  

Foreldrafélagið og skólinn hvetja alla forráðamenn til að mæta og binda vonir við að þátttaka verði góð. Að loknum þessum fundi verða hugmyndir foreldra teknar saman og sendar öllum foreldrum.

Til baka
English
Hafðu samband