Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skemmtilegir Gagn og gaman dagar

08.11.2019 10:05
Skemmtilegir Gagn og gaman dagar

Undanfarna daga hafa Gagn og gaman dagarnir verið í fullum gangi í skólanum. Dagskráin er uppbrot á hefðbundinni stundarskrá skólans og tækifæri fyrir nemendur að prófa fjölbreytt hópastarf. Má þar nefna bogfimi, hárfléttur, kertagerð, klifur, menningarferð til Reykjavíkur, hekl og prjón, matreiðslu á villibráð, spil og skák, skálaferð, olíumálun og margt fleira. Haldið er í þá hefð sem hefur myndast og ánægja er með að bjóða nemendum 8. bekkjar upp á skálaferð í Bláfjöllum. Teymi Garðaskóla sem tekur þátt í Forritunar og hönnunarkeppni grunnskóla , FFL á Íslandi,  hefur notað tímann til undirbúnings fyrir keppnina sem fram fer í Háskólabíói laugardaginn 9. nóvember en þema hennar ár er borgarskipulag.

Hægt er að sjá myndir frá á Gagn og gaman í myndasafninu.

Til baka
English
Hafðu samband