Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Krakkar með krökkum - fræðsla fyrir foreldra og starfsfólk 28. janúar

23.01.2019 08:39
Krakkar með krökkum - fræðsla fyrir foreldra og starfsfólk 28. janúar

Verkefnið Krakkar með krökkum er yfirskrift verkefnis gegn einelti sem Heimili og skóli og SAFT vinna í samstarfi við söng- og leikkonuna Sölku Sól Eyfeld og Vöndu Sigurgeirsdóttur í KVAN. Garðaskóli er einn af fimm grunnskólum sem tekur þátt í verkefninu sem verið er að fara af stað með í fyrsta sinn. Nemendur í 9. bekk fá fyrirlestur frá Sölku Sól  þar sem hún ræðir um eigin upplifun af einelti. Í framhaldinu mun hópur nemenda úr 9. bekk fá fræðslu og þjálfun í að kenna nemendum í 8. bekk um samskipti og góðan bekkjaranda.

Öllum foreldrum og starfsfólki Garðaskóla er boðið á erindi mánudagskvöldið 28. janúar kl: 20:00 – 22:00 þar sem Salka Sól kemur ásamt aðilum frá Heimili og skóla og KVAN. Við hvetjum alla foreldra til að mæta og láta þetta mikilvæga málefni sig varða. Foreldrafélag Garðaskóla býður gestum upp á kaffiveitingar.

Fræðsluerindið er unnið upp úr bæklingi Heimilis og skóla um einelti og vináttufærni

 

 

 

Til baka
English
Hafðu samband