Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Starfamessa 2018

13.12.2018 10:15
Starfamessa 2018

Hin árlega Starfamessa var haldin í dag, fimmtudaginn 13. desember. Viðburðurinn er orðinn fastur liður í desember en þar koma saman aðstandendur nemenda í 10. bekk og kynna störf sín og hvaða námsleiðir þeir völdu á sínum tíma. Auk nemenda í 10. bekk, fengu 8. og 9. bekkingar tækifæri til að skoða og spyrja um allt milli himins og jarðar.

Kynningar sem þessar er ein leið af mörgum sem náms- og starfsráðgjafar Garðaskóla fara til að aðstoða nemendur við  að taka ákvörðun um nám og/eða störf og opna hug nemenda fyrir fjölbreyttu námi og störfum. 

Starfamessa væri ekki möguleg án aðkomu aðstandenda og aðila úr atvinnulífinu. Garðaskóli þakka öllum kærlega fyrir þátttökuna og hlakkar til að endurtaka leikinn að ári.

Hægt er að sjá myndir frá starfamessunni á myndasíðu skólans.

Til baka
English
Hafðu samband