Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
13.04.2018 14:51
Vel heppnuð PISA könnun í Garðaskóla

Nemendur 10. bekkjar Garðaskóla tóku þátt í rafrænu alþjóðlegu PISA könnuninni dagana 12. og 13. apríl. Fyrirlögnin gekk mjög vel og fékk nemendahópurinn hrós frá yfirsetufólki Menntamálastofununar fyrir kurteisi og skemmtilegt viðmót. 

Helmingur árgangsins tók prófið á fimmtudeginum 12. apríl og afgangurinn á föstudeginum 13. apríl. Til að koma öllum í rétta gírinn var prófnemendum stefnt í Gryfjuna þar sem boðið var upp á fjölbreyttan morgunmat áður en sest var við tölvuna. Einnig var boðið upp á pizzur eftir að prófi lauk til að seðja sárasta hungrið áður en hefðbundin kennsla samkvæmt stundaskrá tók við. 

Til baka
English
Hafðu samband