Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

PISA könnun í 10. bekk framundan

10.04.2018 09:42
PISA könnun í 10. bekk framundan

Á tímabilinu frá 12. mars til 13. apríl nk. verður PISA könnunin lögð fyrir í öllum grunnskólum landsins. PISA er alþjóðleg rannsókn þar sem metin er frammistaða 15 ára nemenda í lestri, stærðfræði og náttúrufræði. PISA rannsóknin 2018 verður framkvæmd samtímis í yfir 80 löndum víða um heim.

Nemendur í 10. bekk í Garðaskóla munu taka þátt í könnuninni þann 12. og 13.apríl n.k. 

Könnunin mun fara fram í upplýsingaveri skólans. Helmingur nemenda mætir í könnunina fimmtudaginn 12. apríl og hinn helmingur nemenda mætir föstudaginn 13. apríl. Upplýsingar um skiptingu hafa verið hengdar upp í skólanum. Þann dag sem nemendur eru ekki í könnun eru þeir í hefðbundnu skólastarfi. Við biðjum forráðamenn að tryggja að börn þeirra séu vel hvíld fyrir könnunina því hún tekur um þrjár og hálfa klukkustund.

Skólinn mun bjóða öllum nemendum upp á morgunverð fyrir prófið og gert er ráð fyrir að þeir mæti á sal skólans (Gryfjan) stundvíslega kl. 8.15.

 Mikilvægt er að nemendur leggi sig fram í PISA, vandi sig og lesi vel yfir hvert verkefni.

Til baka
English
Hafðu samband