Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samráðsdagur heimila og skóla 23. janúar

22.01.2018 13:03
Samráðsdagur heimila og skóla 23. janúar

Þriðjudaginn 23. janúar næstkomandi er samráðsdagur heimila og skóla og því ekki kennsla samkvæmt stundaskrá.

Á þessum fundum fer kennari yfir ýmsa þætti í námi nemenda svo sem ástundun/virkni, námsárangur það sem af er á þessu skólaári, hegðun, líðan og félagslega stöðu. Kynntar verða niðurstöður úr nýrri lesfimiskimun  og niðurstaða hjá hverjum nemanda fyrir sig borin saman við fyrstu skimunina frá því í haust. Í kjölfarið setja nemendur sér nýtt markmið í læsi.

Þeir sem vilja ná tali af stjórnanda eða öðrum kennurum barnsins en umsjónarkennara eru hvattir til þess að senda viðkomandi póst og bóka viðtal. 

Til baka
English
Hafðu samband