Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skipulagsdagur 10. janúar

08.01.2018 17:30
Skipulagsdagur 10. janúar

Miðvikudaginn 10. janúar er skipulagsdagur kennara og nemendur því í fríi.

Daginn notar starfsfólk til samráðsfunda og undirbúnings fyrir starf vorsins. Meðal þess efnis sem tekið verður fyrir er starfsmannastefna skólans og sú áhersla sem í henni er lögð á jafnrétti, góð samskipti og skýr viðbrögð við kvörtunum sem upp kunna að koma á fjölmennum vinnustað. Fagdeildir nýta daginn til að uppfæra námsáætlanir og verða breytingar og viðbætur við þær birtar á vef skólans um miðjan mánuðinn.

Til baka
English
Hafðu samband