Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gagn og gaman dagar framundan í Garðaskóla

30.10.2017 18:24
Gagn og gaman dagar framundan í Garðaskóla

1.-3. nóvember eru Gagn og gaman dagar í Garðaskóla. Þá brjótum við upp starfið, leggjum stundaskrána til hliðar og breytum aðeins til. Nemendur í 8. bekk fara í skálaferð yfir nótt á þessum dögum auk þess sem þeir taka þátt í hópastarfi einn dag, en hóparnir eru blandaðir nemendum úr öllum árgöngum. Nemendur völdu sér hópa og var dregið úr óskum nemenda og vonandi eru allir sáttir með útkomuna.

Nemendur hafa nú þegar fengið að vita í hvað hóp þeir fara. Hópaskipting eftir bekkjum má finna hér og upplýsingar um tímasetningar og hvað þarf að taka með má finna hér.

Enginn heitur matur verður í mötuneytinu þessa daga (áskrift fellur niður) því stór hluti nemenda verður út úr húsi, en þó verður hægt að kaupa eitthvað létt í matsölunni eins og mjólkurvörur og samlokur eins og venjulega. Að auki verður starfrækt kaffihús nemenda þar! sem hægt verður að kaupa vöfflur svo enginn ætti að verða svangur.

Í skálaferð 8. bekkjar verður gist í Breiðabliksskálanum í Bláfjöllum. Hópnum er skipt í tvennt og 1.-2. nóvember fara 8. EK, KH, RT og SÁ og svo 2.-3. nóvember fara 8. EE, GRG, RS og SR.

Við vonum að þessir dagar verði jákvætt uppbrot á önninni og nemendur eigi eftir að njóta sín í fjölbreyttu starfi

Til baka
English
Hafðu samband