Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
16.02.2017 12:47
Góð þátttaka nemenda og aðstandenda á valgreinakynningum Garðaskóla

Fjöldi nemenda og aðstandenda í 8. og 9. bekk lagði leið sína í Garðaskóla í morgunsárið til að fræðast um þær valgreinar sem boðið verður upp á skólaárið 2017-2018. Á kynningunni var hægt að labba á milli stofa og svæða, ræða við kennara og fá nánari upplýsingar um námið. 

Í valgreinabæklingnum kennir ýmissa grasa, meðal annars upplýsingar um ferðakerfi Garðaskóla, námsmarkmið valgreina, tímafjöldi og hvort einhverjar takmarkanir eru í einstökum greinum.

Mikilvægt er að kynna sér vel framboðið en opnað verður fyrir valið í Námfús föstudaginn 17. febrúar og lýkur skráningu þriðjudaginn 28. febrúar.

Hægt er að sjá myndir frá kynningunni í myndasafninu.

 

Til baka
English
Hafðu samband