Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Valgreinar

Rafrænn bæklingur um valgreinar 2018-2019 - 9. bekkur

Rafrænn bæklingur um valgreinar 2018-2019 - 10. bekkur

 

Ný valgrein í 10. bekk 2018-2019, til viðbótar við þær sem lýst er í bæklingunum:

Þýska (ÞÝS 2002)

Þessi valáfangi er ætlaður þeim nemendum sem hafa áhuga á að öðlast grunnkunnáttu í þýsku. Í áfanganum er leitast við að kenna nemendum einfaldan orðaforða og að geta nýtt hann til að tjá sig í töluðu og rituðu máli. Einnig verða kennd grunnatriði þýskrar málfræði.

Markmið:

  • Að öðlast grunnorðaforða í þýsku
  • Að ná grunnfærni í töluðu þýsku máli
  • Að geta lesið og skrifað einfaldan texta á þýsku
  • Að læra grundvallarmálfræðiatriði í þýsku

Kennsluaðferðir: Innlagnir, ýmsar æfingar í að tjá sig á þýsku í töluðu og rituðu máli, einstaklings- og hópavinna.

Námsgögn: Námsbækur og ítarefni frá kennara

Kennari: Ragnhildur Thorlacius

Námsmat: Regluleg verkefnaskil, vinnuframlag í tímum og framfarir

Þennan áfanga er aðeins hægt að velja í 10. bekk. Æskilegt er að þeir nemendur sem vilja bæta við sig þriðja erlenda tungumáli hafi náð B-færni í ensku og dönsku.

Kennslustundir eru 2 á viku

English
Hafðu samband