Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Valgreinakynningar miðvikudaginn 24. febrúar

22.02.2016 15:10
Valgreinakynningar miðvikudaginn 24. febrúar

Forráðamönnum, ásamt nemendum, er boðið að koma í Garðaskóla miðvikudaginn 24. febrúar næstkomandi og kynna sér þær valgreinar sem verða í boði skólaárið 2016-2017.

Kynningarnar fara fram á báðum hæðum skólans sem og matsal nemenda milli kl. 8:10 og 9:10 en kennsla hefst samkvæmt stundaskrá kl. 9:30. Ferðakerfi Garðaskóla hefur verið kynnt fyrir nemendum í umsjónartímum en nauðsynlegt er að nemendur og forráðamenn þeirra kynni sér vel hvaða valgreinar eru í boði og hvaða kröfur eru gerðar til nemenda í hverri námsgrein.

Á vef Garðaskóla má finna lýsingu á valgreinakerfi skólans og lýsingu á þeim valgreinum sem eru í boði frá og með 24. febrúar.

Valið fer fram í Námfúsi og verður opnað fyrir það á vef skólans eftir kynninguna þann 24. febrúar. Lögum samkvæmt á fjöldi kennslustunda í töflu að vera 24 á viku (ekki færri), miðað við 60 mínútna kennslustundir. Athugið að allir eiga að vera búnir að velja fyrir þriðjudaginn 1. mars. 

Nemendum og forráðamönnum er velkomið að hafa samband ef eitthvað er óljóst eða ef þeir óska frekari aðstoðar vegna námsvals.

Til baka
English
Hafðu samband