Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hollur morgunmatur í Heilsuæði með heilsufæði

26.01.2016 14:45
Hollur morgunmatur í Heilsuæði með heilsufæði

Valfagið Heilsuæði með heilsufæði hóf aftur göngu sína eftir jólaleyfi með nýjum hóp af nemendum. Útgangspunktur fagsins er að vera jákvæður, hugsa vel um sig og borða hollt. Í upphafi annar þá byrjuðu nemendur á því að tala um mikilvægi þess að borða morgunmat og hvað sé hollur morgunmatur. Mikilvægt er að prófa hollustuvörur með jákvæðu hugarfari og í myndbandinu sem fylgir hér fyrir neðan erum t.d.verið að kynna nemendum fyrir Chiagraut en hann er án efa óskaplega holl fæða.

Í byrjum tímans var farið yfir hvað chiafræ eru og hvaða næringu þau hafa að geyma. Það eru til ógrynni af góðum uppskriftum af chiagraut en nemendur bjuggu til einfaldan graut sem endist vel í ísskáp. Allir fengu heim með sér hráefni í graut sem dugði út vikuna. Afar hentugt er að eiga tilbúin hollustugraut í ísskápnum sem dugar í rúmlega viku.

Nú hefur þú enga afsökun að þú hafir ekki tíma til að borða holla fæðu!

Sjá hér myndband úr tímanum

Vanillu Chia-grautur

2 dl Kasjuahnetur
4 dl vatn
10 dropar Stevia eða 1 msk hunang
2 tsk vanilluextract eða vanilludropar
Klípa salt - má sleppa
Klípa af kanil - má sleppa
1 dl chiafræ

Allt sett í blandara, nema fræin. Sett í skál með loki og hrærið chia-fræin rólega saman við. Sett í kæli og tilbúið eftir um 10 mínútur. Geymist í allt að 10 daga inn í ísskáp.

Til baka
English
Hafðu samband