Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vibbi í vör

14.04.2015 16:37
Vibbi í vör

8. bekkingar Garðaskóla fengu góðan gest í fyrr á önninni. Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson kom í heimsókn og ræddi við árganginn um skaðsemi munntóbaks og heilbrigðan lífstíl. Gítarinn var með í för og tók hann lagið ,,Vibbi í vör“  við góðar undirtektir. Fyrirlestur Jóns náði vel til krakkanna sem vonandi styrkir þau í að halda áfram að velja heilbrigðan lífstíl. Heimsóknin er liður í forvarnarátaki Krabbameinsfélagsins en Jón hefur tekið þátt í verkefninu síðustu ár. 

Til baka
English
Hafðu samband