Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skíðaferð 8. bekkjar frestað vegna óveðurs

03.03.2015 14:27

Vegna óveðurs spár næstu daga er skíðaferð 8. bekkinga í Bláfjöll frestað. Reynt verður að finna nýjan tíma fyrir ferðina og upplýsingar koma frá Garðalundi eins fljótt og unnt er.

Kennsla í 8. bekk verður samkvæmt stundaskrá dagana 4. – 6. mars, dagskrá uppbrotsdaga fellur niður en verður tekin upp þegar af skíðaferðum verður.

Skíðaferð 9.-10. bekkinga til Akureyrar verður farin samkvæmt áætlun. Dagskrá uppbrotsdaga í 9. og 10. bekk verður að mestu leyti eins og áður auglýst. Við biðjum nemendur um að lesa vel skilaboð á sal skólans þegar þeir koma í hópana sína á miðvikudagsmorgun.

Samstarfskveðja,
Stjórnendur Garðaskóla og Garðalundar

Til baka
English
Hafðu samband