Fjölbreytt starf framundan
20.02.2015 10:51
Um mánaðamót febrúar og mars er talsvert uppbrot á hefðbundinni dagskrá skólastarfsins í Garðaskóla.
- SAFT fræðsla um siðferði, samskipti o.fl. sem tengist ábyrgri netnotkun fyrir alla árganga verður á sal skólans fyrir alla árganga miðvikudaginn 25. febrúar
- Forvarnarfræðsla gegn notkun munntóbaks verður fyrir alla 8. bekki fimmtudag 26. febrúar og föstudag 27. febrúar. Jón Jónsson tónlistarmaður mun hitta alla bekkina og flytja dagskrána "Vibbi í vör".
- Nemendur í 10. bekk taka þátt í PISA könnun 2. og 3. mars, hálfur árgangurinn hvorn dag. Kennsla fellur niður hjá nemendum þann dag sem þeir taka könnunina.
- Uppbrotsdagar Garðskóla og skíðaferðir Garðalundar verða svo 4.-6. mars. 8. bekkur fer í skíðaferð í Bláfjöll og eldri nemendur fara á skíði til Akureyrar, sú ferð stendur yfir 4.-8. mars. Boðið verður upp á breytt þemastarf fyrir nemendur úr 8. – 10. bekk sem ekki fara í skíðaferðirnar og verður það kynnt nemendum í vikunni 23.-27. febrúar.