Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Stórtónleikar í Garðaskóla

06.02.2015 13:34
Stórtónleikar í Garðaskóla

Tónlistarfólk meðal nemenda Garðaskóla hélt stórtónleika á sal skólans í hádeginu í dag og nemendur og starfsmenn fjölmenntu til að hlusta. Á dagskrá voru fjölbreytt verk, allt frá nýlegum popplögum til Chopin.

Nemendur í valgreininni riþmísk hringekja spiluðu tvö lög og sýndu allir þátttakendur í hópnum hafa náð góðri leikni á margvísleg hljóðfæri. Hringekjan er samstarfsverkefni Garðaskóla og Tónlistarskólans í Garðabæ og erum við ákaflega ánægð með afraksturinn.

Við þökkum öllu tónlistarfólkinu kærlega fyrir frábæra tónleika!

 

Til baka
English
Hafðu samband