Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar
18.12.2014 12:54
Heilsueflingardagur GarðaskólaÍ dag er heilsueflingardagur í Garðaskóla og hefur höfuð áhersla verið lögð á hreyfingu. Dagurinn hófst á upphitun á sal skólans og bauð verslunin Víðir öllum nemendum ávexti í lok hennar. 8. bekkur fór síðan í Ásgarð þar sem leikið var í sundlaug og íþróttahúsi. 9. bekkur fór út í ratleik sem kennarar árgangsins höfðu sett saman. Vinningshópar í hverjum umsjónarbekk fengu verðlaun í lokin. 10. bekkur vann fjölbreytt verkefni bæði í stöðvavinnu í skólanum og vettvangsferðum. Myndir frá deginum má skoða á myndavefnum um leið og búið verður að vinna þær.
Til baka
English
Hafðu samband