Skólastarf síðustu daga fyrir jólafrí

Jólaball Garðalundar er haldið 17. desember. Dagarnir 18. og 19. desember eru skertir kennsludagar og hefðbundin stundaskrá verður lögð til hliðar.
Miðvikudagur 17. desember
Kennsla í Garðaskóla skv. stundaskrá.
Garðalundur heldur sitt árlega jólaball um kvöldið. Húsið opnar kl.19:30 en ballinu lýkur kl.23:30. Rútur heim eins og venjulega. Miðaverð er 1000 kr. en 1200 kr. við dyr. Emmsjé Gauti kemur fram en um upphitun sjá Dj G. Logi og Dj Notna.
Jólaballið er góðgerðarball og málefnið verður kynnt í skólanum og útvarpi Garðalundar á morgun.
Fimmtudagur 18. desember - heilsueflingardagur
Nemendur mæta kl. 9.30 í gryfju skólans. Hver árgangur fær upplýsingar á „heimavinnusvæðinu“ í námfús um hvað þau eigi að hafa með sér, klæðnað o.fl. Hver árgangur er með sína dagskrá.
Föstudagur 19. desember – litlu jólin
8. bekkur mætir kl. 8.20 - dagskrá í umsjónarstofu
9. bekkur mætir kl. 8.40 - dagskrá í umsjónarstofu
10. bekkur mætir kl. 9.00- dagskrá í umsjónarstofu