Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Heilsueflandi skóli

24.09.2014 14:21
Heilsueflandi skóli

Nýverið fóru fulltrúar úr heilsueflingarnefnd Garðaskóla á ráðstefnu Landlæknisembættisins um heilsueflingu í grunnskólum. Svandís Ríkharðsdóttir íþrótta- og stærðfræðikennari skrifar pistil af því tilefni:

Í byrjun september fór undirrituð og Kristján Rafn heimilisfræðikennari á ráðstefnu sem bar nafnið Heilsueflandi grunnskóli. Þar hittum við kennara frá öðrum grunnskólum á landinu. Það var mjög gaman að hitta aðra kennara og sjá hvað þeir hafa verið að gera til að halda nafni heilsueflingar á lofti. Margir grunnskólar eru að byrja í verkefninu en aðrir hafa verið í þróunarstarfi í nokkur ár.

Við í Garðaskóla  erum að sjálfsögðu heilsueflandi grunnskóli og í fyrra fórum við af stað með fyrsta flokkinn okkar „mataræði“. Heilsueflingu má greina í átta þætti en yfirleitt er talað um fjóra aðalþætti: Mataræði, hreyfingu, geðrækt og lífsleikni.

Á þessu skólaári erum við að vinna með hreyfingu. Hreyfing og næring eru nátengdir þættir og því er skemmtilegt að segja frá því að í Garðaskóla er boðið upp á fjölbreytt úrval valgreina sem hlúa að þessum þáttum. Til dæmis vil ég nefna valfögin: Að rækta líkamann, slökun og jóga, skólahreysti og boðið til veislu. Auk þess er fjallað um málefni tengd heilsueflingu í heimilisfræði í 8. bekk, umsjón og fleiri skyldunámsgreinum.

Skólabragur okkar og umhverfi er jákvætt og það er mikilvægt að heilsa og hreyfing verði hluti af menningu okkar hér í Garðaskóla.

Heilsukveðja Svandís Ríkharðsdóttir

 

Nánar má lesa um heilsueflingu í Garðaskóla hér á vef skólans.

Til baka
English
Hafðu samband