Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hátíðarkvöldverður nemenda í 10. bekk

05.12.2013 09:31
Garðalundur og Garðaskóli bjóða nemendum 10. bekkja til hátíðarkvöldverðar fimmtudaginn 5. desember.  Skemmtileg hefð fyrir boði af þessu tagi hefur myndast undanfarin ár. 

Borðhald hefst á sal Garðaskóla kl. 19:00 og stendur til kl. 21:00.  Umsjónarkennarar og aðrir starfsmenn eru gestgjafar og munu þjóna til borðs. Húsið verður opið til kl. 22:00 ef nemendur vilja staldra lengur við, spjalla og láta kvöldið líða út í rólegheitum.

Vonandi geta allir nemendur mætt og tekið þátt í þessari skemmtilegu uppákomu. Snyrtilegur klæðnaður.
Til baka
English
Hafðu samband