Skemmtilestrarhópurinn les upp í tilefni Dags íslenskrar tungu
21.11.2012 13:34

Hópurinn las upp úr barnabókum fyrir eldri börnin á leikskólanum Sjálandi og fór síðan í Jónshús og flutti örlitla dagskrá fyrir alla viðstadda. Dagskráin í Jónshúsi fjallaði um Nóbelsverðlaunaskáldið Halldór Laxness, þá voru lesin ljóð eftir Þórarin Eldjárn og að sjálfsögðu var listaskáldsins góða, Jónasar Hallgrímssonar, minnst. Flutt voru verk eftir þá alla á meðan gestir Jónshúss gæddu sér á rjúkandi kaffi og gómsætum vöfflum. Nemendur fengur góðar móttökur á báðum stöðum en heimsóknirnar nýttust vel í þeim tilgangi að æfa upplestur og framkomu. Fram undan er svo lestur á leikriti sem verður sýnt í Borgarleikhúsinu fyrir jólin og stefnir hópurinn að því að skella sér á sýningu á aðventunni. Meðlimir skemmtilestrarhópsins hafa því nóg fyrir stafni þessa dagana.
Snædís Sunna Thorlacius 10. SSH