Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samstarf þriggja skóla gegn einelti

21.10.2012 10:38
Samstarf þriggja skóla gegn einelti

Fimmtudaginn 18.október sl. hittust 50 unglingar úr þremur grunnskólum; Garðaskóla, Lækjarskóla í Hafnarfirði og Holtaskóla í Reykjanesbæ í Skátaheimili Hraunbúa í Hafnarfirði. Þessir unglingar eru í valfagi í skólunum sínum sem byggir á jafningjastuðningi og kallast Nemendaráðgjöf hér í Garðaskóla. Það sem valfögin í skólunum þremur eiga sameiginlegt er að hafa að markmiði að vinna að eineltisforvörnum. Verkefni dagsins var að koma með hugmyndir og útfærslu á þeim fyrir Forvarnadaginn gegn einelti sem verður í nóvember.

Nemendur skólanna unnu vel saman,komu með frábærar hugmyndir og nutu samvista við jafnaldra sína úr öðrum skólum. Þau voru sannarlega fulltrúar vináttu, samvinnu og umburðarlyndis sem er gott veganesti í jákvæðum samskiptum.

null

Til baka
English
Hafðu samband