Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sólarinnar notið

31.08.2012 18:27
Sólarinnar notiðEftir nokkra vætusama daga kom sólin í heimsókn síðasta föstudag þegar nemendur í 10. bekkjum Garðaskóla brugðu sér í göngutúr og berjamó með kennurum sínum. Mikil gleði ríkti í hópnum þar sem sumir voru að hitta vini og samnemendur í fyrsta sinn eftir langt og gott sumarfrí. Gengið var í gegnum hraunið sunnan við Flatir og upp meðfram Náttúrufræðistofnum, þar sem sumir fengu sér nesti meðan aðrir tíndu bláber.
Til baka
English
Hafðu samband